Fjárskortur tefur rannsókn 23. ágúst 2005 00:01 Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira