Óskoðaður og ótryggður 23. ágúst 2005 00:01 Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira