Segir símtal ekki tengjast morði 24. ágúst 2005 00:01 Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira