Sakar lögfræðing um ærumeiðingar 25. ágúst 2005 00:01 Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira