Varnarliðsmenn ganga berserksgang 26. ágúst 2005 00:01 "Það fer ekkert á milli mála að framkoma þessara manna hefur versnað til muna síðustu misserin," segir Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri leigubílafyrirtækisins Ökuleiða í Keflavík. Tvívegis nú á stuttum tíma hafa bandarískir hermenn gengið berserksgang í bílum fyrirtækisins með þeim afleiðingum að eigendur þeirra urðu fyrir allmiklu tjóni. Varnarliðsmenn hafa þannig oftar en einu sinni skorið með hníf í sæti bílanna í vetur og einn leigubílstjóri lenti í því að þurfa að greiða 200 þúsund krónur fyrir hreinsun á bíl sínum eftir að einum hermanni blæddi heiftarlega í aftursætinu án þess að láta vita af því. Magnús telur að Utanríkisráðuneytið beri ábyrgð á gerðum varnarliðsmanna utan vallarmarka en þar er vísað á bug öllum tilraunum til að fá tjón bætt. Hann kann enga skýringu á þessu háttarlagi varnarliðsmannanna en segir athugavert að svo virðist sem flestir þeirra gangi um með stóra hnífa. "Þetta var ekki vandamál hér áður en það er til staðar nú og á því verður að taka. Hin stöðin hér í Keflavík þjónustar ekki lengur Varnarliðið og við viljum ekki loka á þá því aðeins er um lítinn fjölda þeirra að ræða en stjórnvöld þurfa að axla sína ábyrgð." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
"Það fer ekkert á milli mála að framkoma þessara manna hefur versnað til muna síðustu misserin," segir Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri leigubílafyrirtækisins Ökuleiða í Keflavík. Tvívegis nú á stuttum tíma hafa bandarískir hermenn gengið berserksgang í bílum fyrirtækisins með þeim afleiðingum að eigendur þeirra urðu fyrir allmiklu tjóni. Varnarliðsmenn hafa þannig oftar en einu sinni skorið með hníf í sæti bílanna í vetur og einn leigubílstjóri lenti í því að þurfa að greiða 200 þúsund krónur fyrir hreinsun á bíl sínum eftir að einum hermanni blæddi heiftarlega í aftursætinu án þess að láta vita af því. Magnús telur að Utanríkisráðuneytið beri ábyrgð á gerðum varnarliðsmanna utan vallarmarka en þar er vísað á bug öllum tilraunum til að fá tjón bætt. Hann kann enga skýringu á þessu háttarlagi varnarliðsmannanna en segir athugavert að svo virðist sem flestir þeirra gangi um með stóra hnífa. "Þetta var ekki vandamál hér áður en það er til staðar nú og á því verður að taka. Hin stöðin hér í Keflavík þjónustar ekki lengur Varnarliðið og við viljum ekki loka á þá því aðeins er um lítinn fjölda þeirra að ræða en stjórnvöld þurfa að axla sína ábyrgð."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira