Reynt að smygla brennisteinssýru 27. ágúst 2005 00:01 "Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Sjá meira
"Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Sjá meira