Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot 29. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira