
Innlent
Staðfesti varðhald vegna árásar

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem tvístakk annan mann í bakið á bílastæðinu við Geirsgötu á Menningarnótt. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Morgunblaðið hefur einnig eftir Katrínu Hilmarsdóttur, fulltrúa lögreglustjóra, að gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum manni sem kærður hefur verið fyrir manndráp í húsi við Hverfisgötu fyrir tíu dögum, hafi verið framlengt til 22. nóvember.