Rannsókn á Vioxx að hefjast 30. ágúst 2005 00:01 Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira