Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum 30. ágúst 2005 00:01 Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira