Hefði mátt sækja sýruna sína 31. ágúst 2005 00:01 Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira