Hefði mátt sækja sýruna sína 31. ágúst 2005 00:01 Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira