2-1 sigur Króatíu á Íslandi 2. september 2005 00:01 Í dag áttust við landslið Íslands og Króatíu skipuð leikmönnum 21 árs og yngri á KR-vellinum og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Króatar skoruðu tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik en Emil Hallfreðsson minnkaði muninn með marki úr víti á 88. mínútu. Króatar sitja sem fyrr á toppi riðilsins með 18 stig en Íslendingar eru enn með sjö stig í fjórða sæti. Aðrir leikir í riðli Íslands fóru þannig: Ungverjaland - Malta 2-0 Svíþjóð - Búlgaría 2-0 18:50 Íslendingar minnka muninn með marki Emils Hallfreðssonar úr víti á 88. mínútu. Eyjólfur Héðinsson fiskaði vítið en hann sparkaði boltanum í hendi eins Króatans. Leikurinn var annars búinn að vera fremur rólegur eftir síðara mark Króata. 18:18 Króatar skora öðru sinni í leiknum. Gestirnir fá dæmda vafasama vítaspyrnu á 53. mínútu er Davíð Þór Viðarsson er dæmdur brotlegur. Da Silva fiskar vítið en Modric skorar örugglega úr því. 18:47 Hálfleikur í leik Íslands og Króatíu og hafa gestirnir haft mikla yfirburði í leiknum. Ísland hefur átt eitt ágætt færi í leiknum en Ingvar Þór Kale, markvörður Íslands, hefur haft í nógu að snúast. 18:36 Króatar komast yfir með marki Eduardo Da Silva á 32. mínútu. Markið var stórglæsilegt, Da Silva fékk langa sendingu inn í vítateig Íslands hægra megin og skoraði hann með föstu skoti í efra fjærhornið. 18:28 Staðan í Frostaskjóli er enn markalaus og er leikurinn fremur tíðindalítill. Íslenska liðið reynir að halda sínu og liggur fremur aftarlega. 18:00 Leikurinn fer fram á KR-velli og er byrjunarlið Íslands þannig skipað: Markvörður: Ingvar Þór Kale, Víkingi. Hægri bakvörður: Steinþór Gíslason, Val. Miðverðir: Tryggvi Bjarnason, KR og Sölvi Geir Ottesen, Djurgården. Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson, Fram. Miðjumenn: Davíð Þór Viðarsson, FH (fyrirliði) og Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík. Hægri kantur: Sigmundur Kristjánsson, KR. Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson, Tottenham. Sóknartengiliður: Pálmi Rafn Pálmason, KA. Sóknarmaður: Hörður Sveinsson, Keflavík. Varamenn: Magnús Þormar (Keflavík), Eyjólfur Héðinsson (Fylki), Ragnar Sigurðsson (Fylki), Garðar Gunnlaugsson (Val), Helgi Pétur Magnússon (ÍA), Andri Júlíusson (ÍA) og Andri Ólafsson (ÍBV) Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Í dag áttust við landslið Íslands og Króatíu skipuð leikmönnum 21 árs og yngri á KR-vellinum og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Króatar skoruðu tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik en Emil Hallfreðsson minnkaði muninn með marki úr víti á 88. mínútu. Króatar sitja sem fyrr á toppi riðilsins með 18 stig en Íslendingar eru enn með sjö stig í fjórða sæti. Aðrir leikir í riðli Íslands fóru þannig: Ungverjaland - Malta 2-0 Svíþjóð - Búlgaría 2-0 18:50 Íslendingar minnka muninn með marki Emils Hallfreðssonar úr víti á 88. mínútu. Eyjólfur Héðinsson fiskaði vítið en hann sparkaði boltanum í hendi eins Króatans. Leikurinn var annars búinn að vera fremur rólegur eftir síðara mark Króata. 18:18 Króatar skora öðru sinni í leiknum. Gestirnir fá dæmda vafasama vítaspyrnu á 53. mínútu er Davíð Þór Viðarsson er dæmdur brotlegur. Da Silva fiskar vítið en Modric skorar örugglega úr því. 18:47 Hálfleikur í leik Íslands og Króatíu og hafa gestirnir haft mikla yfirburði í leiknum. Ísland hefur átt eitt ágætt færi í leiknum en Ingvar Þór Kale, markvörður Íslands, hefur haft í nógu að snúast. 18:36 Króatar komast yfir með marki Eduardo Da Silva á 32. mínútu. Markið var stórglæsilegt, Da Silva fékk langa sendingu inn í vítateig Íslands hægra megin og skoraði hann með föstu skoti í efra fjærhornið. 18:28 Staðan í Frostaskjóli er enn markalaus og er leikurinn fremur tíðindalítill. Íslenska liðið reynir að halda sínu og liggur fremur aftarlega. 18:00 Leikurinn fer fram á KR-velli og er byrjunarlið Íslands þannig skipað: Markvörður: Ingvar Þór Kale, Víkingi. Hægri bakvörður: Steinþór Gíslason, Val. Miðverðir: Tryggvi Bjarnason, KR og Sölvi Geir Ottesen, Djurgården. Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson, Fram. Miðjumenn: Davíð Þór Viðarsson, FH (fyrirliði) og Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík. Hægri kantur: Sigmundur Kristjánsson, KR. Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson, Tottenham. Sóknartengiliður: Pálmi Rafn Pálmason, KA. Sóknarmaður: Hörður Sveinsson, Keflavík. Varamenn: Magnús Þormar (Keflavík), Eyjólfur Héðinsson (Fylki), Ragnar Sigurðsson (Fylki), Garðar Gunnlaugsson (Val), Helgi Pétur Magnússon (ÍA), Andri Júlíusson (ÍA) og Andri Ólafsson (ÍBV)
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira