Krónan hækkar vegna skuldabréfa 2. september 2005 00:01 Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira
Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira