
Innlent
Eldur í blokk við Kleppsveg
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Kleppsveg í nótt og þegar að var komið logaði eldur í djúpsteikingarpotti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsráðandi, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Að sögn lögreglunnar voru fleiri einnig fluttir þangað en ekki lágu fyrir upplýsingar um fjölda þeirra eða hvort þeir voru í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp eða öðrum íbúðum í stigaganginum. Engum varð þó verulega meint af.