Ashley Cole í sögubækurnar? 3. september 2005 00:01 Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira