Áfall fyrir ákæruvaldið 6. september 2005 00:01 "Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
"Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira