Valdabarátta og togstreita 9. september 2005 00:01 Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira