Leikjum lokið í ensku 10. september 2005 00:01 Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira
Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira