Leitað á meðan aðstæður leyfa 10. september 2005 00:01 Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira