Fjölskylda og vinir tóku þátt 11. september 2005 00:01 Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira