Tekist á í Baugsmáli 13. september 2005 00:01 Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira