Leikjum lokið í Meistaradeildinni 13. september 2005 00:01 Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. Það voru þeir John Carew, Juninho og Sylvain Wiltord sem skoruðu mörk franska liðsins, sem greinilega er til alls líklegt ef marka má þessi úrslit, en ljóst er að spænska liðið er í bullandi vandræðum. Liverpool gerði góða ferð til Spánar og lagði Real Betis 2-1. Þeir Pongolle og García skoruðu mörk enska liðsins, en Arzu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Chelsea sigraði Anderlecht frá Belgíu í London, 1-0 en sigur heimamanna var langt frá því að vera sannfærandi og í raun hefðu bæði lið átt að skora fleiri mörk í leiknum. Frank Lampard skoraði sigurmark Chelsea í leiknum á 19. mínútu. AC Milan lenti í miklum vandræðum með Fenerbahce frá Tyrklandi, því eftir að Kaká kom heimamönnum yfir snemma leiks, náðu gestirnir að jafna og sú staða hélst fram á lokamínútur leiksins. Þá bætti Kaká við öðru marki sínu og Andriy Shevchenko innsiglaði 3-1 sigurinn með þriðja marki Milan. Glasgow Rangers báru sigurorð af Porto í hörkuleik í Skotlandi, þar sem heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og uppskáru 3-2 sigur. Rosenborg vann góðan 3-1 útisigur á Olympiakos og Inter sigraði Artmedia Bratislava 1-0 á útivelli og PSV Eindhoven lagði Schalke 1-0. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. Það voru þeir John Carew, Juninho og Sylvain Wiltord sem skoruðu mörk franska liðsins, sem greinilega er til alls líklegt ef marka má þessi úrslit, en ljóst er að spænska liðið er í bullandi vandræðum. Liverpool gerði góða ferð til Spánar og lagði Real Betis 2-1. Þeir Pongolle og García skoruðu mörk enska liðsins, en Arzu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Chelsea sigraði Anderlecht frá Belgíu í London, 1-0 en sigur heimamanna var langt frá því að vera sannfærandi og í raun hefðu bæði lið átt að skora fleiri mörk í leiknum. Frank Lampard skoraði sigurmark Chelsea í leiknum á 19. mínútu. AC Milan lenti í miklum vandræðum með Fenerbahce frá Tyrklandi, því eftir að Kaká kom heimamönnum yfir snemma leiks, náðu gestirnir að jafna og sú staða hélst fram á lokamínútur leiksins. Þá bætti Kaká við öðru marki sínu og Andriy Shevchenko innsiglaði 3-1 sigurinn með þriðja marki Milan. Glasgow Rangers báru sigurorð af Porto í hörkuleik í Skotlandi, þar sem heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og uppskáru 3-2 sigur. Rosenborg vann góðan 3-1 útisigur á Olympiakos og Inter sigraði Artmedia Bratislava 1-0 á útivelli og PSV Eindhoven lagði Schalke 1-0.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira