Lokaleit verður um helgina 14. september 2005 00:01 Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira