Gríðarlegt áfall fyrir Man Utd

Manchester United varð fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt áðan þegar tilkynnt var að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze orðið frá út leiktíðinu vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Villareal í fyrrakvöld. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Alex Ferguson og hans menn, því Heinze hefur að öðrum ólöstuðum verið einn besti maður liðsins að undanförnu og verður baráttu hans og nærveru í vörninni sárt saknað á Old Trafford á næstunni. Vonir eru bundnar við endurkomu hans á þessari leiktíð, en þó er talið víst að hann missi úr lunganum af tímabilinu.