
Sport
Jafnt hjá Valencia og Deportivo
Valencia og Deportivo La Coruna gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Diego Tristan kom Depor yfir en David Villa og Miguel skoruðu fyrir Valencia en Sergio jafnaði metin fyrir Coruna-menn. Bæði lið misstu mann út af í leiknum með rautt spjald. Real Mallorca skellti Real Sociedad 5-2 í hinum leik gærkvöldsins. Arango skoraði þrennu. Deportivo er efst í deildinni með sjö stig eftir þrjá leiki en þriðju umferðinni lýkur í kvöld.