Bjarni horfir til Noregs 20. september 2005 00:01 Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira