Baugsmálinu gerð skil erlendis 20. september 2005 00:01 Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira