Vill að æðstu menn segi af sér 21. september 2005 00:01 Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira