Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi 21. september 2005 00:01 Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem enn segist þeirrar skoðunar að rætur Baugsmálsins liggi meðal annars í andrúmslofti sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Arnar segir gagnrýni af hálfu sakborninga og verjenda eðlilega og ekki við öðru að búast. "En við gerum mikinn greinarmun á því þegar aftur einhverjir ráðamenn eru farnir að hoppa upp í þann vagn. Sérstaklega þegar fram koma órökstuddar dylgjur um að við séum handbendi spilltra stjórnmálamanna í svona stóru og alvarlegu máli. Undir því finnst okkur óþolandi að sitja," segir Arnar. "Að sjálfsögðu er mjög slæmt að leggja fram ákæru sem dómarar telja gallaða, en verður þó að skoða í því samhengi að saksóknari skrifar ákæruna meðvitað á ákveðinn hátt og lætur reyna á fyrir dómi. Þarna eru saksóknarinn og dómarinn bara ósammála," segir hann og telur mikilvægt að bíða úrskurðar Hæstaréttar:"Vandinn felst kannski í að reynt var að gera þremur tegundum brota skil í einni verknaðarlýsingu." Arnar segist ekki geta svarað hvað verði, taki Hæstiréttur undir með héraðsdómi. "Saksóknari ákveður það, en ég tel hann nú hafa gefið í skyn, að ákærur verði gefnar út að nýju." Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem enn segist þeirrar skoðunar að rætur Baugsmálsins liggi meðal annars í andrúmslofti sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Arnar segir gagnrýni af hálfu sakborninga og verjenda eðlilega og ekki við öðru að búast. "En við gerum mikinn greinarmun á því þegar aftur einhverjir ráðamenn eru farnir að hoppa upp í þann vagn. Sérstaklega þegar fram koma órökstuddar dylgjur um að við séum handbendi spilltra stjórnmálamanna í svona stóru og alvarlegu máli. Undir því finnst okkur óþolandi að sitja," segir Arnar. "Að sjálfsögðu er mjög slæmt að leggja fram ákæru sem dómarar telja gallaða, en verður þó að skoða í því samhengi að saksóknari skrifar ákæruna meðvitað á ákveðinn hátt og lætur reyna á fyrir dómi. Þarna eru saksóknarinn og dómarinn bara ósammála," segir hann og telur mikilvægt að bíða úrskurðar Hæstaréttar:"Vandinn felst kannski í að reynt var að gera þremur tegundum brota skil í einni verknaðarlýsingu." Arnar segist ekki geta svarað hvað verði, taki Hæstiréttur undir með héraðsdómi. "Saksóknari ákveður það, en ég tel hann nú hafa gefið í skyn, að ákærur verði gefnar út að nýju."
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent