Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða 22. september 2005 00:01 MYND/Róbert Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira