Ekki refsað fyrir nauðgun 22. september 2005 00:01 Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent