Refsimál ekki höfðað 23. september 2005 00:01 Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira