Sagt í gamansemi segir Styrmir 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira