Skiptir engu fyrir framvinduna 24. september 2005 00:01 Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira