Óttaðist að verða sakborningur 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira