Sendu Baugsgögn til skattsins 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira