Úrslitaáhrif fjármálaráðherra? 25. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Jón Gerald vissi ekki af þessum sendingum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri staðfestir í blaðinu að hann hafi fengið gögn varðandi Baug send frá Snorra Olsen tollstjóra. Ekkert hafi hins vegar verið aðhafst í málinu að athuguðu máli þar sem ekkert hafi þar komið fram sem varðaði við skattalög. Greinilegt er þó á samskiptum Styrmis og Jónínu að þau bjuggust við að skattrannsóknastjóri hæfi rannsókn. 31. júlí sendir Jónína Styrmi svohljóðandi póst: „Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann, þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna.“ Tryggvi er væntanlega Tryggvi Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri Baugs. Styrmir svarar um hæl og segist telja að þeim nægi eitt skjal. Svo segir hann: „Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi.“ Ekki kemur fram hvað fjármálaráðherra ætti að gera í málinu eða hvers vegna hann ætti að ráða úrslitum um hvort ráðist yrði í skattrannsókn eða ekki. Einnig kemur fram í Fréttablaðinu að Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger voru í samskiptum frá því í maí árið 2002. Rúmum mánuði síðar funduðu Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar um málið en Kjartan sagði í yfirlýsingu í gær að á þeim fundi hefði hann aðeins verið að mæla með Jóni Steinari sem lögmanni fyrir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Jón Gerald vissi ekki af þessum sendingum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri staðfestir í blaðinu að hann hafi fengið gögn varðandi Baug send frá Snorra Olsen tollstjóra. Ekkert hafi hins vegar verið aðhafst í málinu að athuguðu máli þar sem ekkert hafi þar komið fram sem varðaði við skattalög. Greinilegt er þó á samskiptum Styrmis og Jónínu að þau bjuggust við að skattrannsóknastjóri hæfi rannsókn. 31. júlí sendir Jónína Styrmi svohljóðandi póst: „Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann, þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna.“ Tryggvi er væntanlega Tryggvi Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri Baugs. Styrmir svarar um hæl og segist telja að þeim nægi eitt skjal. Svo segir hann: „Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi.“ Ekki kemur fram hvað fjármálaráðherra ætti að gera í málinu eða hvers vegna hann ætti að ráða úrslitum um hvort ráðist yrði í skattrannsókn eða ekki. Einnig kemur fram í Fréttablaðinu að Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger voru í samskiptum frá því í maí árið 2002. Rúmum mánuði síðar funduðu Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar um málið en Kjartan sagði í yfirlýsingu í gær að á þeim fundi hefði hann aðeins verið að mæla með Jóni Steinari sem lögmanni fyrir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira