Innlent

Óveður í aðsigi

Veðurstofa Íslands spáir í dag stormi á Norðvestanverðu landinu, á Suðausturströndinni og á hálendinu. Reiknað er með að vindhraðinn geti farið allt upp í 23 metra á sekúndu. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur segir þetta vera víðáttumikla lægð,962 millibör, sem mun hafa áhrif næstu daga og að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og slydda síðdegis í dag. Það verður úrkomuminnst á Vesturlandi en mest á Suðausturlandi og Austanlands. Hiti verður 0 til 6 stig, hlýjast Sunnanlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×