Jón Gerald hitti einkaspæjarann 26. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira