
Sport
Forsetinn vill fleiri titla

Patrick Faure, forseti akstursíþróttasviðs Renault, vill að liðið bæti heimsmeistaratitli bílasmiða við titil ökumanna, sem Fernando Alonso tryggði sér um helgina. "Ef við náum að vinna titil bílasmiða líka, þýðir það að við höfum verið í sérflokki í ár og sigur í keppni bílasmiða myndi þýða að Renault væri búið að vinna alla titla sem í boði eru í akstursíþróttum," sagði Faure. McLaren hefur tveggja stiga forskot á Renault í keppni bílasmiða þegar aðeins tvær keppnir eru eftir af tímabilinu.