Baugur borgaði Jóni Gerald 27. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira