Undrandi og hneykslaður 27. september 2005 00:01 "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist." Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist."
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent