Leikjum lokið í Meistaradeildinni 27. september 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira