Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug 28. september 2005 00:01 Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira