Morgunblaðið birti einkapósta 29. september 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, hafa báðir orðið fyrir því að einkapóstar sem þeir sendu hafi birst á síðum Morgunblaðsins án þeirra leyfis. Sunnudaginn 10. maí 1998 birtist tölvupóstur sem Gunnlaugur sendi þingmönnum á innra neti þingsins orðrétt í Morgunblaðinu. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um að til stæði að birta póstinn því ekki hafi verið haft samband við hann áður en pósturinn vart birtur í Morgunblaðinu. "Ég var mjög ósáttur við þessa birtingu á sínum tíma," segir Gunnlaugur. Þá birti Morgunblaðið 15. nóvember 2002 bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Össur skrifar á heimasíðu sinni að Styrmir hneykslist manna mest á birtingu Fréttablaðsins á einkatölvupóstum. Styrmir hafi líklega gleymt að hann hafi sjálfur birt einkapóst úr tölvu, vitandi að það væri bæði í óþökk sendanda og viðtakenda. "Fréttablaðið rennur því í einskis manns slóð í því efni nema hans sjálfs," segir Össur. Þegar Össur var beðinn um að skýra við hvaða einkapóst hann ætti, sagði hann: "Ég á við einkabréf mitt sem ég sendi til tveggja viðtakanda. Annar var góður vinur föður míns til margra áratuga og hinn kunningi minn sem ég hafði haft töluverð samskipti við um málefni Baugs. Tölvupóstur þessi komst í hendur Styrmis. Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgunblaðinu ljóst að við værum mótfallnir birtingu," segir Össur. "Styrmir, sem hafði nær öll samskipti af blaðsins hálfu við mig vegna þessa máls, tjáði mér að hann hefði skilning á þessu viðhorfi en hann teldi málið þess eðlis að það ætti erindi við lesendur blaðsins þar sem um væri að ræða harkaleg ummæli formanns stjórnmálaflokks til umsvifamikils athafnamanns. Rétt er að taka fram að málið varðaði að öllu leyti persónuleg málefni sem tengdust minni fjölskyldu," segir hann. "Mótmæli mín við þetta urðu veik þar sem í hjarta mínu þá gat ég ekki annað en fallist á rök Styrmis og ég hef aldrei áfellst hann síðan," segir Össur. Á heimasíðu sinni segir Össur: "Ritstjóri Morgunblaðsins varði það þá með nákvæmlega jafn góðum og sannfærandi rökum og Fréttablaðið ver sig núna fyrir hneykslun hans. Styrmir hafði rétt fyrir sér þá einsog hann hefur rangt fyrir sér núna. Munurinn er sá, að nú er hann einn af málsaðiljum - og ritstjóri Morgunblaðsins verður að skýra fyrir lesendum og starfsmönnum afhverju þá gilda önnur prinsipp." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, hafa báðir orðið fyrir því að einkapóstar sem þeir sendu hafi birst á síðum Morgunblaðsins án þeirra leyfis. Sunnudaginn 10. maí 1998 birtist tölvupóstur sem Gunnlaugur sendi þingmönnum á innra neti þingsins orðrétt í Morgunblaðinu. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um að til stæði að birta póstinn því ekki hafi verið haft samband við hann áður en pósturinn vart birtur í Morgunblaðinu. "Ég var mjög ósáttur við þessa birtingu á sínum tíma," segir Gunnlaugur. Þá birti Morgunblaðið 15. nóvember 2002 bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Össur skrifar á heimasíðu sinni að Styrmir hneykslist manna mest á birtingu Fréttablaðsins á einkatölvupóstum. Styrmir hafi líklega gleymt að hann hafi sjálfur birt einkapóst úr tölvu, vitandi að það væri bæði í óþökk sendanda og viðtakenda. "Fréttablaðið rennur því í einskis manns slóð í því efni nema hans sjálfs," segir Össur. Þegar Össur var beðinn um að skýra við hvaða einkapóst hann ætti, sagði hann: "Ég á við einkabréf mitt sem ég sendi til tveggja viðtakanda. Annar var góður vinur föður míns til margra áratuga og hinn kunningi minn sem ég hafði haft töluverð samskipti við um málefni Baugs. Tölvupóstur þessi komst í hendur Styrmis. Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgunblaðinu ljóst að við værum mótfallnir birtingu," segir Össur. "Styrmir, sem hafði nær öll samskipti af blaðsins hálfu við mig vegna þessa máls, tjáði mér að hann hefði skilning á þessu viðhorfi en hann teldi málið þess eðlis að það ætti erindi við lesendur blaðsins þar sem um væri að ræða harkaleg ummæli formanns stjórnmálaflokks til umsvifamikils athafnamanns. Rétt er að taka fram að málið varðaði að öllu leyti persónuleg málefni sem tengdust minni fjölskyldu," segir hann. "Mótmæli mín við þetta urðu veik þar sem í hjarta mínu þá gat ég ekki annað en fallist á rök Styrmis og ég hef aldrei áfellst hann síðan," segir Össur. Á heimasíðu sinni segir Össur: "Ritstjóri Morgunblaðsins varði það þá með nákvæmlega jafn góðum og sannfærandi rökum og Fréttablaðið ver sig núna fyrir hneykslun hans. Styrmir hafði rétt fyrir sér þá einsog hann hefur rangt fyrir sér núna. Munurinn er sá, að nú er hann einn af málsaðiljum - og ritstjóri Morgunblaðsins verður að skýra fyrir lesendum og starfsmönnum afhverju þá gilda önnur prinsipp."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira