Pressan er öll á Liverpool 1. október 2005 00:01 Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Sjá meira
Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Sjá meira