Erindi auki líkur á fjárnámi 5. október 2005 00:01 Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira