Nýtt lið sem hleypur inn á völlinn 6. október 2005 00:01 "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson. Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Sjá meira
"Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Sjá meira