Fíkniefnahundar í VMA 6. október 2005 00:01 Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira