Bílstjóri fagnar áfangasigri 6. október 2005 00:01 Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira